Home 2017-09-09T17:57:40+00:00

Láttu ekki koma þér á óvart

Í heimi harðnandi samkeppni og stöðugra breytinga skiptir miklu að rekstrargögn séu aðgengileg til ákvarðanatöku og auðvelt sé að áætla fram í tímann í takt við þróun innra og ytra umhverfis. Við hjá Sjónarrönd sérhæfum okkur í að þróa og innleiða ráðgjafar- og hugbúnaðarlausnir til að hjálpa fyrirtækjum að bæta stjórnun og auka rekstrarárangur.

Við höfum mikla reynslu af uppsetningu og innleiðingu lausna til áætlanagerðar, greiningar og skýrslugerðar. Við höfum þjónustað tugi íslenskra fyrirtækja af flestum stærðum og gerðum frá árinu 2007.

Algengasta áætlanakerfi á Íslandi

Sjónarrönd er sölu- og þróunaraðili ValuePlan áætlanakerfisins sem hefur verið í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins frá árinu 2003. ValuePlan kerfið heldur utan um alla áætlanagerð fyrirtækja á þægilegan hátt. Kerfið er hraðvirkt, fljótlegt

í innleiðingu og tengist öðrum kerfum með einföldum hætti. ValuePlan styður jafnt við hefðbundin vinnubrögð og hlaupandi/breytudrifna áætlanagerð, s.s. í Beyond Budgeting aðferðafræðinni. Meðal helstu kosta kerfisins má nefna:

 • Ótakmarkaður fjöldi vídda, mælikvarða og viðfangsefna. Fullur sveigjanleiki í uppbyggingu líkana.
 • Sjálfvirk breytingaskráning og notendavænt viðmót til að greina breytingar.
 • Fullkomin aðgangsstýring í þægilegu viðmóti.
 • Sveigjanleg áætlunartímabil (12, 13, 15 mánaða, 3ja eða 5 ára, eftir árum, mánuðum eða fjórðungum).
 • Fullur stuðningur við hlaupandi áætlanir / rúllandi fjárhagsspár.
 • Góð yfirsýn yfir ferlið og stýring samþykktarferla
 • Fullur stuðningur við mismunandi gjaldmiðla og tungumál
 • Þægileg tenging við Excel
 • Full samþætting við greiningarlausnir
 • Lifandi grafísk greining, gagnvirk gröf og stjórnborð
 • … og síðast en ekki síst: Innleiðingartími mældur í dögum eða vikum, ekki mánuðum eða árum

Færðu líf í gögnin þín með Power BI

Power BI eykur verðmæti gagna þinna með því að birta þau á skýran máta á myndrænu formi og auðveldar þér þannig að fylgjast með þróun og ná betri árangri í þínum rekstri.

Power BI gerir fyrirtækjum kleift að þróa mælaborðalausn með lykilgögnum og dreifa upplýsingum innan fyrirtækis á stuttum tíma. Power BI ræður við mikið gagnamagn og er hraðvirkt.​

Verðlagning Power BI lausna kemur þægilega á óvart!

Tilbúnar OLAP lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Sjónarrönd þjónustar og rekur Microsoft OLAP g​reiningarlausnir fyrir fjölda fyrirtækja. Microsoft BI er eitt vinsælasta greiningar- og skýrslugerðartólið á markaðnum í dag. Við bjóðum m.a. upp á tilbúnar lausnir fyrir allar útgáfur Dynamics NAV og AX.​​​

Hugbúnaðargerð

Við hjá Sjónarrönd tökum að okkur hugbúnaðargerð af margvíslegum toga fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Verkefnastjórar á Í​slandi vinna með viðskiptavinum að þarfagreiningu og síðan eru verkefnin unnin á starfsstöð okkar á Indlandi. Þar starfa nú fjórir forritarar með víðtæka þekkingu og reynslu.

Með þessu móti náum við að bjóða afar hagstæð kjör án þess að fórna þeirri nálægð við viðskiptavininn sem gjarna skiptir miklu máli í hugbúnaðarverkefnum.

Við tökum meðal annars að okkur gerð skráningar- og upplýsingakerfa, vefsíðugerð, gerð sérhæfðra kerfa, endurbætur á kerfum, uppbyggingu og hönnun gagnagrunna og gerð snjalltækjalausna svo eitthvað sé nefnt.

Við vinnum m.a. með Html, Javascript, MS SQL, MySQL, C++, C#, Java, XML, AXP.Net, Angular JS, PHP …

Unnið er eftir tímagjaldi eða föstum tilboðum.​

Það kostar ekkert að hafa samband og verðið kemur þægilega á óvart.

Fyrirspurnir sendist á [email protected]

Fréttir

Hafið samband

Tölvupóstur
[email protected]

GSM
+354-659-9910